01.08.2007 22:53
Haninn í Austurtúninnu var sendur í sveitina.
Þá galaði haninn og allir á fætur ræs. Ekki var haninn hans Dóra og Ragnheiðar lengi í Austurtúninu ,auminga haninn var sendur rakleiðis í sveitina til Brands Bassa, þar má hann gala allan sólarhringin og vel það, enda er talsverður spölur á milli íverustaðar hanans og Bassans. Af hverju var hanagreyið sendur í sveitina spyr eg? . Eg tel mig vita það að það hafi komið kvörtun á löglegan hátt, þar á meðal frá örugglega sóma lagaaverði eða hans tengdum, sem kvörtuðu undan gaggalagóinu á ókristilegum tímum og það víst ansi oft. Það kvu hafi verið ansi erfitt að festa blund þegar hanin byrjaði sinn hanagala söng. Einu sinni taldi síðustjórinn sem er með þennan 123.is/holmavik hafi heyrt gaggalagóið eins og hann var vanur að heyra þegar hann átti heimi í sveitinni. Á mínum sveitabæ var talsvert magn af hænum og nokkrum hönum sem þjónuðu sínum kvinnum örugglega vel.
Hver er munurinn á galandi hana á nóttunni eða öskrandi kælipressuvélar? .
Nú get eg borið þetta saman og auðvitað þið lesendur góðir, hver er háaðamunur á galandi hana sem galar af og til þó aðallega að morgni til og öskrandi kælipressuvélar sem ganga alla nóttina og eða réttara sagt flestallar nætur, síðast í nótt sem leið. Það er helvíti vont að hafa ekki svo sem eina svipaða lögreglu í Miðtúni (og er í Austurtúni) sem mundi örugglega reka þennan öskrandi háaða sem kemur frá þessum kælipressum sem eru á vöruflutningabílunum og vögnunum sem eru staðsettir við rúmgaflinn hjá síðustjóranum, að pólítíið mundi örugglega gera það sama með þessar öskrandi kælipressur og það var gert með hanann. Haninn fór til Bassans en kælipressurnar mundi hann öruglega reka útfyrir Kálfaneslækinn þar sem þessi hávaði á miklu frekar heima en við rúmgaflinn hjá mér. Síðustjórinn verður að fá svefnfrið alveg eins og þeir sem eiga heima við Austurtúnið. Ekki veit eg betur en að Umhverfisnefnd ? Skipulags og byggingarnefnd ásamt sveitarstjórn Strandabyggðar hafi skrifað kaupfélagsstjóranum og sent stjórn Ksh bréf um þennan hávaða sem kemur frá plani Ksh, og hvað hefur verið gert af hálfu Ksh, EKKI NEITT. Sami hávaðin og líka í lyftaranum af og til og það á þeim tímum sem fólk er að ganga til náðar. Eg skora á pólitíið hið nýja að gera eitthvað í málinu. Þessi næturhávaði á Ksh planinu er á við mörg hundruð hana, og hana nú. En Þórðargirðingin er efni í annan pistil,en þessi girðing ef hægt er að kalla girðingu er algjör hneisa á allan hátt, axarskaftið má kalla þetta bull. Allt opið skal það vera, slysagildrur út um allt plan, skammarlegt. Meira síðar.