03.08.2007 22:49
Húrra húrra hreindýr nálgast Vestfjarðarkjálkann.
Samkvæmt fréttum Ruv og fréttablaðsins Skessuhorns hefur sést til hreindýrskúar með kálfi á Arnarvatnsheiðinni nú síðustu daga. Ég sem áhugamaður um að fá hreindýr til Vestfjarða fagna þessum góðu fréttum. Það er löngu síðan komin tími á það að við Vestfirðingar fáum til okkar hreindýr. Hér mundu þau plumma sig vel. Fyrst þau geta lifað af vetrarhörkurnar á Austurlandi þá geta þau lifað góðu lífi hér í Vestfyrsku ölpunum. Sum sé góð frétt, hreindýr til Vestfjarðar.