05.08.2007 22:57
Leirufjarðarferð var farin í dag.
dag skundaði eg mér til Leirufjarðar í einmuna blíðu. Ekki var mikið um ferðalanga á þessari leið, en þó voru á þessum vegaslóða þrír erlendir bílar sem reyndar snéru við, við fyrsta snjóskaflin sem er rétt fyrir handan þar sem gamli slóðin endaði. Eg eg lét þessa skafla ekki stoppa mig af, fór yfir þá með lítilli fyrirhöfn. En það er þetta bölvaða lok lok og læs hlið sem stoppar flesta af, en þó örugglega ekki alla ef dekkjastærðin er 33" eða meiri, þá er möguleiki að skrönglast fyrir utan þetta bölvaða hlið sem á engan rétt á sér. En það er mun meiri snjór á slóðanum en hefur verið síðustu tvö ár. Og líka er sjáanlegur mikil munur á Drangajöklinum hvað snjór á honum er miklu meiri en hefur verið. En eg er gáttaður á því að engin jeppamaður frá Hólmavík og öðrum stöðum hafa greinilega ekki farið þennan ágæta slóða sem er furðu góður. En eg hvet sem flesta að rúlla sér yfir í Leirufjörð þó þeir fari ekki nema að hliðinu, það tekur ekki nema góðan hálftíma að rölta sér ofan á hjallana þar sem maður sér vel yfir dásemdið Leirufjörð og Drangajökul í návígi. Klikkið hér á Leirufjörð.