10.08.2007 21:26
Bergur fékk nýtt heimili í dag.
Refur bóndi var skáld og farandkennari og var giftur frænku minni Helgu Þórðardóttur frá Hoftúnum, Staðarsveit. Helgunafnið er kanski þekkt betur sem Helga Braga Jónsdóttir leikona barnabarn Refsbónda og Helgu. En mér datt í hug hvort eg ætti að láta rebba minn sem eg hef verið með í einn og hálfan mánuð heita Ref bónda sem var skáldanafn Braga sem var heimagangur á mínu gamla heimili til margra ára. En eftir nokkrar vangaveltur um nafngift á rebba minn sem er ættaður úr Vatnadal skammt frá Hrófbergsvatni, þá var niðurstaðan sú að kalla rebba minn Berg, sem í dag fékk nýtt heimili sérsmíðað að hætti Halldórs bónda og co. Í tilefni af þessum búfluttningum tók eg þessar myndir af Bergi sem var ekki allskostar hress með hið nýja heimili. En Bergur mun venjast þessum breytingum fljótt og verður eftir nokkrar vikur orðin að stórum og myndarlegum ref.