15.08.2007 23:11

Engin skólaakstur um Steingrímsfjarðarheiði á komandi skólaári.

                   

Engin skólaakstur verður um Steingrímsfjarðarheiðina á komandi skólaári. Nú fyrr í sumar var boðin út skólaakstur á leiðinni Hólmavík - Laugaland á vegum Strandabyggðar, og það komu þrjú tilboð sem öllum var hafnað. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur séð um þennan skólaakstur, en einhver styrr hefur verið á milli sveitarstjórnar og foreldra barnana sem hafa ekið sjálf börnum sínum á skólabíl Strandabyggðar. En sveitarstjórn Strandabyggðar hélt það með því að fara með skólaaksturinn í útboð að einhver mundi bjóða í þennan akstur á sport prís undir 50 kallinum eða neðar á km. En það þarf talsvert meira til en 50 eða 60 kallinn á km svo að dæmið gangi upp. Það hefði þurft að margfalda þessa tölu tvisvar svo að það væri vit í því. Og annað líka það að moksturstæki Vegagerðarinnar leggur ekki af stað frá Hólmavík en um klukkan hálf átta að öllu jöfnu. Þannig að þetta útboð sem fór fram í sumar var að mínum dómi handónýtt. Og svo hefur þetta allt saman kostað það að foreldrar þeirra barna sem hafa ekið sínum börnum í skólann hér á Hólmavík hafa tekið íbúð á leigu í Súðavík svo að börn þeirra geti farið í skólann þar en ekki á Hólmavík. Það virðist vera einhvert sambandsleysi á milli þessara tvegga póla eða hvað? .