16.08.2007 23:10
Staðsetningu vegarins í Gautsdal mótmælt.
Sú vegarlína sem er komin í Gautsdal hefur verið mótmælt af hreppsnefnd Reykhólahrepps . Það kemur mér ekki á óvart. Ástæðan er þessi. Leið ehf sem er áhugamannafélag um bættar samgöngur á öllu landinu, var búin að hanna allan veginn, en síðar kom Línuhönnun hf sem útfærði og hannaði allan veginn frá Hrófá og yfir á veg nr 61 skammt frá Króksfjarðarnesi. Eg veit alveg nákvæmlega hvar veglínan átti að vera á þessari leið. Sú leið sem var búið að ákveða og samþykkja á öllum stigum (sjá umhverfismat) var þannig að við stöð (hæl) 17.000 fór vegurinn einungis einu sinni yfir ána, sum sé var vestan megin við ána ofanvið stöð 17.000 en fór austur fyrir ána og var einungis nokkra metra frá Gautsdalsánni að fossinum. Og frá fossinum og niður var farið rétt fyrir neðan fíngerða urð til lálendis og kom svo vestan megin við spennistöð Orkubús Vestfjarða. Sú vegarlína sem Línuhönnun hf gerði og fór svo í formlegt umhverfismat og var samþykkt og síðan öll gögn leiðar ehf seld Vegagerðinni 28 febrúar 2006 sem Vegagerðin ætlaði að nota við lagningu þessar vegar. En greinilega hefur KK eða öllu heldur Kristján Kristjánsson (stjáni hlikkur) yfirvegahönnuður Vegagerðarinnar á þessu svæði breytt að öllum líkindum nánast allri þeirri vegarlínu sem Línuhönnun hf var búin að hanna sem umhverfismatið byggðist á. Allavega er sú vegarlína sem er komin í Gautsdal allt önnur og miklu verri á allan hátt en sú vegarlína sem Línuhönnun hf var búin að gera. Eg tel það með öllu ólíðandi að einn maður skuli komast upp með svonalagað ,samanber fíflabeygjan við Hveravíkina og rugluðu beygjurnar við Borðeyri og aðrar asnalega beygjur sem þessi hlykkur hefur gert og komist upp með. Svona hlykkjótta vegarhönnuði höfum við ekkert að gera með.
Á þessari mynd sést þessi fíngerða urð til hægri.
Um miðja mynd var stöð 17.000 þar sem vegurinn átti einungis að fara yfir ána og fara svo niður hjallan að áðurnefndri urð.Veglínan var nánast beygjulaus hjá Línuhönnun hf.