21.08.2007 23:03
Stuðmenn voru hræðilegir á tónleikunum á Laugardalsvellinum.
Ég horfði á þessa tónleika í sjónvarpinu sem voru haldnir á föstudaginn var, 17 ágúst síðastliðin, sem voru að mörgu leyti ágætir en annað var algerlega glatað. HVAÐ VORU STUÐMENN AÐ HUGSA ? ég bara átti ekki til orð.Og aumingja Björgvin Halldórsson sem var auglýstur hvað mest söng einungis eitt lag, og kallinn í skotapilsi. Páll Óskar sagði að nú ætluðu Stuðmenn að loka kvöldinu með sprengingu og svo kom þessi hryllingur á sviðið, ég hélt að það yrði fjörugt og hresst lokaatriði en nei nei bara Stuðmenn á einhverju furðulegu tölvu gervi orgersta flippi í forljótum búningum, ef markmiðið var að tæma Laugardalsvöllinn sem hraðast þá var þetta að sjálfsögðu besta leiðin,því að sjáanlega sást vel í sjónvarpinu þegar stúkan tæmdist. Eg veit þó eitt í það minnsta að þessir svonefndu tölvuhljómborð sem Stuðmenn djöfluðust á og það með miklum óhljóðum, var hugarverk tengdasonar Strandamanna Gíslasonar frá Hvalsá. Eg vona að þessi grúbba eins og hún kom þarna fram geri það aldrei framar, og með aumingja Bjögga eins og villiráfandi feimin sauð á sviðinu og var ekki öruggur hvað hann átti að gera og vera. Allavega voru þessir kappar ekki að tæta og trylla í þetta skiptið.
Önnur atriði voru mörg ágæt, en Mugison var helvíti góður.. Garðar Thor er rosalega góður söngvari en mér fannst þetta ekki alveg vera vettvangur fyrir svona klassískan söng og það sama á um nýju strákana hans Einars Bárðar, Luxor fannst þeir ekki eiga heima þarna. það á að vera stuð á svona tónleikum. Nylon segi bara sem minnst um.(síðan skein sól) SSSól var ágæt. Bubbi Morteins einn á sviðinu var bestur, hann átti að vera síðastur en ekki Stuðmenn. Eitt slæmt við Bubba er þegar hann er alltaf að röfla um stjórnvöld og virkjanir, hann má alveg sleppa því.