23.08.2007 00:25
Er lögreglan á Selfossi orðin alveg spinnigal.
Hugleiðing um frétt. Samkvæmt fréttum sjónvarps og útvarps hefur lögreglan á Selfossi ásamt Sýslumanninum á Selfossi farið langt yfir svonefnt grátt svæði, þegar lögreglan á Selfossi tók þessa konu grunaða um ölvun við akstur. Viðtal í sjónvarpinu í gær við Ólaf Helga Kjartansson Sýslumann á Selfossi var með eindæmum. Sýslumaðurinn var að réttlæta aðgerðir síns manna um hvernig konan kom fram við lögregluna og var að bera saman þvaglegg sem var notaður til að taka þvagsýni úr þessari konu og álíka sjúklingum sem þurfa að nota svona þvaglegg dagsdaglega. Þessi meinta ofbeldisaðgerð lögreglunar á Selfossi gagnvart þessari konu er ekkert annað gróft ofbeldi af hálfu lögreglunar og telst líka gróft kynferðisbrot og líka mannréttindarbrot. Fjórir lögreglumenn en engin lögreglukona hvað þá læknir, klæddu þessa konu úr öllu að neðanverðu sem gekk ekki vel vegna krafta hennar, náðu að lokum sínum ofbeldisvilja fram. Alkoholsmagn sem var í blóði konunar var einungis 1.43 prómill sem jafngildir því að drekka eina malt og eða einn pilsner svolítið hratt. Eg er ekkert að réttlæta að fólk yfir höfuð setjist undir stýri eftir einn, en það vill brenna við hjá sumum löggum að vera hrokagikkir í búning og sýna okkur hinum hver fer með valdið. En svona aðgerðir eru fyrir neðan allar hellur. Viðtalið við læknirinn í sjónvarpinu í gær segir allt sem segja þarf um svona aðgerðir. Læknirinn sagðist aldrei mundi framkvæma svona aðgerð nema með úrskurði frá dómara. Eg hef nú litið upp til Ólafs Helga Kjartanssonar í starfi sem Sýslumanns, en eftir þetta viðtal sem var við hann í gær um þessa aðgerð þar sem hann var að reyna að réttlæta fyrrnefndu ofbeldisaðgerð hefur álitið á honum stórlega fallið og það mikið.
Meira þessu tengt. Bloggað um þessa frétt á mbl. Frétt á mbl. Bloggað um þessa sömu frétt á mbl. Meira á mbl.