25.08.2007 18:54
Sumarhús á Ströndum í smíðum.
Nóg að gera hjá smiðum á Strandasvæðinu. Á Hrófá við Vaðalinn er heilsuhúsajöfurinn Örn Svavarsson að reisa sér stóra villu sem ku á að vera stærsta flottasta og væntanlega dýrasta sumarhús á Strandasvæðinu. Þetta hús hans Arnars á að vera þriggja kassalaga og með stórum sólpalli og bryggu fyrir snekkju kappans. Þetta hús verður sennilega fokhelt seint í haust. Og svo er Kálfaneseigendurnir Atli Atlasson og frú búin að reisa sitt óðal á hólnum sem mundi rúmast í einu horninu hjá heilsuhúsajöfrinum á Hrófá.