01.09.2007 22:56

Póstburðarkonan hætt.

              

Í gær var síðasti vinnudagur Sigurmundu Ásbjörnsdóttur póstburðarkonu á Drangsnesi sem er að yfirgefa sitt þorp með miklum trega, og verður henni sárt saknað. Auðvitað kemur maður í manns stað en þrátt fyrir það mun eg sakna hennar mikið. Það er engin lognmolla yfir Simmu, en hún lofaði mér því í gær að fylgjast með landpóstinum í gegnum þessa síðu. En önnur kona mun taka við því starfi sem Sigurmunda hefur haft sem er af pólskum ættum, og eg mun reyna lauma mynd af henni um leið og tækifæri gefst. En Sigurmunda takk fyrir samstarfið og vonandi sjáumst við á árshátíð Íslandspósts í endaðan október, er það ekki? .