04.09.2007 22:52
Hljómsveitin Strandamenn spila í Baldri á Drangsnesi 8 september .
Ég sagði frá því 15 ágúst síðastliðin að búið væri að stofna nýja hljómsveit á Ströndum sem héti einfaldlega Strandamenn, og það var satt og rétt nema það að skipt var um söngvara enda var sá söngvari sem var sagður væri söngvari Strandamannanna vissi það síðast sjálfur að hann ætti að vera aðalsöngvari þessarar stórsveitar. En nú er það sanna komið í ljós að hljómsveitin Strandamenn mun halda ball í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi næstkomandi laugardag 8 september. Meðlimir þessarar miklu sveitar eru þessir, Björn Guðjónsson (bjössi) gítar og söngur, Svanur Hólm Ingimundarsson (svansi) hljómborð og raddir, Kristján Magnússon (stjáni-mag-jör) saxafón og harmonikku, Ari Jónsson (nabbasonur) söngur og trommur og Vilhjálmur Guðjónsson (allt í man) gítar og útsetningar og sitthvað fleira. Og umboðsmaður Strandamannanna er engin annar en Gunnlaugur Bjarnasson (horft til himins) sem er líka sérlegur ráðgafi þessarar sveitar. Allir á ballið með hljómsveitinni Strandamönnum á laugardagin kemur 8 september.