16.09.2007 22:08
Kaldbakshornið og álftir.
Á ferð minni í dag þegar eg var að fara norður í Kaldbaksvík tók eg eftir því að talsverð spilda hefur hrunið ofanlega úr Kaldbalshorninu uppaf hvamminum sem er rétt sunnan megin við sjálfa Kaldbakskleifina. Þetta sést vel í fjallinu og grjóthrunið hefur farið ansi langt niður.
Þessi fallega álftafjölskylda var í Kaldbaksvíkinni í dag og var ófeimin við að láta mynda sig.