23.09.2007 22:54
Skítaveður á Ströndum. Og Denni.
Haustið er greinilega komið.
Ekki hefur þessi helgi sem er senn á enda verið ýkja skemmtileg, úti blása norðaustan kaldir vindar með rigningarsudda. Ekki hefur verið gott að smala í þessu veðri. En veðurspáin fyrir vikuna sem er að byrja er ekki svo afleit, það á að hlýna talsvert þegar nær dregur helgi en úrkomusamt . Eg ætlaði í gær að fara að kanna vegaframkvæmdir í Gautsdal en eg snéri við á miðri Tröllatunguheiðinni vegna rigningar og hvassviðris, þannig að þá stefni eg að því að fara á Gautsdals slóðir á næstu helgi.
Eg var áðan að horfa á Steingrím Hermannsson fyrrum þingmann og ráðherra okkar Strandamanna, hann Denni var í þættinum hjá henni Evu Maríu. Furða hvað kallinn er ennþá brattur þó að spaslað hefði verið talsvert í fésið á kallinum. Fyrst eg minnist á Denna þá rifjast upp fyrir mér eitt atvik sem gerði það að verkum að Denni kom að Hrófbergi á sjálfan kosningadagin sennilega var það 1979 eða 1978 þegar kostningar voru í byrjun desember. Á kosningadagin var leiðindarveður nánast bylur og myrkur komið. Og allt í neinu er bankað og úti er uppfentur maður sem kynnir sig og segist heita Steingrímur Hermannsson og segir að hann hafi farið útaf hérna rétt fyrir framan og að honum vanti aðstoð. Þannig að eg kippti í kallinn og eftir þessa útafkeyrslu kom Denni af og til við á Hrófbergi. En það klippiskot sem var sýnt í sjónvarpinu þegar Denni var að rífast við Matthías Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmann okkar Vestfirðinga var helvíti gott. Svona þingmenn þurfum við að fá sem þora að rífa stólpa kjaft og koma við á sveitabæunum eins og þessir fyrnefndu ræðumenn gerðu.