24.09.2007 23:10
Torfærukappar á Ströndum.
Eg var áðan að flakka á netinu þá rakst eg á bílasíður og þar á meðal var bloggfrétt um 10 efstu sem kepptu í torfærunni á Hellu um liðna helgi. Þar kom fram að annar af þeim tveimur Hólmvíkingum sem kepptu í torfærunni á Hellu var Karl Víðir Jónsson bílskúrsbyggjandi, en það var ekki svo sem einn stafur um hinn Hólmvíkingin Daníel Ingimundarsson sem keppti þar líka. Sum sé gerði Kalli sér lítið fyrir og hreppti annað sætið sem er býsna gott. Þá er komin upp sú ágæta staða að láta verkin tala og búa til torfærubraut á ruslahaugunum. Eg legg það til að ruslahaugarnir í þeirri mynd sem þeir eru núna sem er ekki mikið augnayndi vegna þeirra umgengni sem er þar, verði gerðir flottir og fínir sem er ekki mikið mál ef rétt er málum haldið, verði þar gerðar torfærubrautir svipaðar og eru á Blönduósi. Þar mundu okkar torfærukappar geta æft sig og þannig komið betur undirbúnir til leiks. Hér er tengill á þá kappa þegar þeir tókust á á Hamingjudögum.