04.10.2007 22:50
Er einhvað að frétta frá Hólmavík.
Er gamli Búnaðarbankinn að lognast út af hér á Hólmavík?
Í gær mundi eg ekki eitt eða neitt um einhverjar fréttir. En þegar eg ók í morgun fram hjá gamla bændabankanum sem í dag að mig minnir að muni heita Kaupþing banki eða KB banki hafi í fyrradag sent inná hvert heimili hér á Ströndum, snepil um að það eigi að draga úr þjónustu bankans við okkur aumingjana sem búum á þessum stað. En hvað þýðir það að draga úr allri þjónustu sem er í bankanum? . Kaupþing ætlar bara að hafa opið eftir hádegi og segir upp 2,2 starfígildum, ég hef fyrir satt að þær séu að hætta á helginni Signý og Birna Rikk.
Hvar er þenslan á Hólmavík. Það er verið að slá á þensluna hjá sveitarstýrunni á Hólmavík á margan hátt. Kaupfélagið ætlar að flytja framkvæmdastjórann hjá Hólmadrangi til Sauðarkróks, því það gengur ekki að hafa hér rækjuvinnslu sem gengur betur heldur en þær flestar á landinu. Það er ekki til siðs hjá KSH að standa sig vel. Svo held ég að Bryndís taki við af Jóni Alla þegar fram líða stundir. Guð minn almáttugur þá breytist ekki eitt eða neitt. Sami helvítis hávaðin frá planinu, svefntöflur etnar sem aldrei fyrr, lúft hlæjandi stauragirðingin sem er stjórn ksh til ævarinnar skammar ásamt öllu draslinu sem er innan lúftgirðingarinnar. Sumsé að niðurstaðan þessa pistils er eftirfarandi svona. Bændabankinn gamli (hér á Hólmavík) er nánast að loka, þar er ekki þensla, bara syðra, þar er fólki sagt upp. Gulli í Hólmadrangi fer innan tíðar til Sauðárkróks, er þensla í Hólmadrangi, svarið er örugglega nei. Og örugglega er ekki nein þensla í ksh búllunni né annarstaðar á Ströndum. Það er kannski þensla hjá sjálfri sveitarstýrunni. Allavega er engin þensla hjá mér.