07.10.2007 23:21
Þjóðtrúarstofa og Þróunarsetur á Hólmavík, hvað er það?
Eg hef verið að velta því fyrir mér í nokkra daga hvaða fyrirbæri væru það sem á að fara stofna hér á Hólmavík. Þjóðtrúarstofa hvaða fyrirbæri er það? þjóð ? trúar ? stofa. Skoðið nafnið Þjóð, þjóð er það ekki Ísland, trúar, einhverskonar trú á að stunda í þessu fyrirtæki? , og stofa, nafnið stofa er þegar var gengið inní baðstofu og eða bara stofu. Og í stofunni ef eg skil nafnið rétt Þjóðtrúarstofa þá verða þeir sem koma inní þessa Þjóðtrúarstofu að iðka sína trú hver sem hún er inní þessari stofu. Kanski er þetta vísir að hofi, eru það ekki búddistar sem kirja sinn alla alla daga. Annars veit eg ekkert um hvað er að ske á þessum vettvangi. En nafnið er eftirhermulegt og lyktar þannig að líklega verður þetta fyrirbæri á ríkisjötunni í náinni framtíð.
En hvað er þá Þróunarsetur. Væntanlega ef maður skoðar nafnið rétt þá hlítur að vera einhversskonar þróun að eiga sér stað á setrinu. Það er bara spurning hvað eigi að þróa í þessu Þróunarsetri. Þar mun kanski vera hægt að þróa fleiri störf til Hólmavíkur, hver veit. En eg er ekkert hrifin af þessum eftirhermisnöfnum sem enda á setur og eða stofu. Það er til fullt af miklu betri nöfnum en þessum. Og að lokum væri gaman að fá að vita hverjir stæðu á bak við þessi væntanlegu fyrirtæki sem hvu eiga að vera á Hólmavík, og í hvaða húsi eða húsum. Hér er fréttin um um þetta.