11.10.2007 23:05

Góðviðri á Ströndum í dag. Og pósturinn myndbloggar.


Eg er afskaplega ánægður með daginn í dag, gott veður hvert sem litið var og farið, allir á fullu að klára óunnin verk fyrir veturinn sem er rétt handan við hornið. Myndirnar hér eru eftirfarandi í réttri röð. Hella, ofurkappin Árni Kópsson kafari ásamt mörgu öðru var í morgun að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni við fjöruna á Hellu. Svanshóll, vegagerðarmenn voru að bera ofaní veginn heim að Svanshóli. Hólmavík, smiðir eru á fullu við að byggja parhúsin við Miðtún og gengur verkið bara vel, en liturinn á þessum húsum er frekar í lakara laginu. Kollafjörður, út af ruslagáminum sem er á milli bæjanna Broddadalsáar og Broddanes voru nokkrir stórir selir að spóka sig í dag, og rétt fyrir innan Broddanes fór pósturinn ofaní fjöru og tók mynd af Kollafjarðarnesi sem er til sölu ásamt tveimur öðrum ríkisjörðum hér í Strandabyggð sem eru Kleifarkot og Syðri-Bakki.