13.10.2007 21:40
Vegagerð í Gautsdal og Arnkötludal kannaðar í dag.
Í stuttu máli fór eg í dag og kannaði hvað hefði verið gert á þeim hálfum mánuði sem er liðin síðan eg fór þangað síðast. Ofanlega í Gautsdal hefur verið settar talsverðar hækkanar í vegstæðið, enda fer vegurinn ofaní djúpa hvamma og fram af háum moldarbörðum þannig að talsverðar fyllingar verða á þeim óþarfa stöðum. Og frá Þröskuldum og niður efstu drög Arnkötludals hefur verið lagður uppbygður vegur langleiðina þar sem Arkötludalsáin beygjir í efstu drögum dalsins niður sjálfan dalinn. En eg var undrandi í dag að sjá hvar vegurinn á að vera á þessum slóðum. Ef myndirnar eru skoðaðar vel þá sést vel hvar snjór kemur á vetrum. Þannig það þar sem liturinn á landinu er rauðari en annarsstaðar er og hefur verið talsverður snjór undanfarin ár. Þannig að mér líst engan vegin á því hvar vegurinn á að liggja, þó að vegurinn verði talsvert uppbyggður á þessum stað, þá dugar það engan vegin. Línuhönnun hf var ekki með veginn á þessum stað, hann var vestan megin við ána. Það verður að taka það fram að ríkjandi vindátt á þessum slóðum eru norðan og austanáttir sem gera það að verkum að vindstaðan stendur beint upp dalinn, þannig að vegurinn ef hann hefði verið vestan megin við ána þá hefði hann verið nánast snjólaus með öllu. Þannig að eg er undrandi að Stjáni hlykkur yfirverkfræðingur Vegagerðarinnar á þessu verki skuli hafa heimild til að gera svona lagað. Skoðið lifandi myndirnar hér.