15.10.2007 23:02

Það er kalt á Ströndum.


Í dag hefur verið frekar kalt á Ströndum. Élagangur hefur verið og frost, þannig í Bjarnafirði og yfir Bassastaðarháls og norðanmegin í Kollafirði er hálkan farin að sína sig á vegum. Og samkvæmt veðurspánni verður kuldaboli í það minsta fram á miðvikudagin, en á fimtudag á að hlína talsvert með vætu og sunnanáttum.

Veðurspáin er svona. Norðan 8-13 m/s og dálítil él, en lægir smám saman og léttir til. Hiti í kringum frostmark. Veðurhorfur næst daga. Á miðvikudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en sums staðar súld eða slydda við suðvesturströndina.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Milt veður. Hiti 0 til 5 stig á Suður- og Vesturlandi, en annars vægt frost.