17.10.2007 23:06
Strandirnar heilla. 32 mynda seria í glampandi sól.
Dagurinn heilsaði okkur Strandamönnum í morgun með logni og heiðskíru veðri og nokkra stiga frosti. En myndirnar sem ég tók í dag eru eftirfarandi þessar. Hveravíkin er alltaf flott til myndatöku. Og höfnin í Kokkálsvík skartaði sínu fegursta í morgun. Við Bakka í Bjarnafirði var jarðýta að störfum. Vegagerðin var að bera ofan í flugvöllinn og efnið var tekið á Klúkumelunum í Miðdal. Svo eru nokkrar myndir frá Hólmavík. Og Miðdalsgrafarbæirnir eru líka á mynd. Svo er stórbóndinn í Tröllatungu að traktorast. Ein mynd frá Heydalsá, og sömuleiðis ein mynd frá Þorpum, þrjár hænur í sólbaði. Svo var haförn skammt frá Kollafjarðarnesi. Broddadalsáarbóndinn að setja sitt fé inn í hús. Og tvær síðustu myndirnar er teknar skammt frá Tungugrafarhólmunum undan sólu og uppí sólu. Myndasíðan er hér til hægri.