20.10.2007 22:35
Vegurinn á milli Heydalsáar og Þorpa og vel það, er nánast ófær.
Um miðja þessa viku var Vegagerðin að bera ofaní veginn og efnið var tekið á Klúkumelum í Miðdal. Það efni sem var sett ofaní þennan veg var og er leðjukennd drulla, þannig að vegurinn eins og hann er núna er algjört drullu svað. Og ekki batnaði vegurinn þegar tók að rigna. Alltaf koma sömu holurnar upp ár eftir ár þó að þessar sömu holur sé fylltar af efni. Málið er það að það sem þarf að gera áður en efni er sett á svona holóttan veg sem er þetta. Fyrst þarf að hefla holurnar í burtu áður en efni er sett á veginn, ef það er ekki gert koma alltaf sömu holurnar upp aftur. Nr 1 að hefla, nr 2 að setja malað efni á það svæði sem var heflað og nr 3 ætti skilyrðislaust að valtra/þjappa það svæði sem voru holur, ef það er ekki gert koma alltaf sömu holurnar ár eftir ár. En takið eftir því að flugvöllurinn hér á Hólmavík fékk þetta sama efni sem fór í veginn en munurinn á vellinum og veginum er það flugvöllurinn er holulaus og var valtraður, það er munurinn