24.10.2007 23:06

Hesthús byggt, rjúpurnar mættar, ljósastaur og gatnagerð.

Undanfarna daga hafa hesta og útgerðarbændurnir á Grímsey ST 2 verið að reisa nýtt hesthús á gamla staðnum sem þau hafa notað undanfarin ár, uppaf Mýrunum. Eg veit ekki nákvæmlega hvað þetta hús á að taka mörg hross, en allavega virðist við fyrstu sýn ekki ná nafninu reiðhöll, það er bara hjá Viktori og Steina.

Rjúpan er komin. Í dag voru allmargar rjúpur um alla Hólmavík og voru talsvert á hreyfingu. Á að giska hafa verið um 30 til 50 fuglar að flögra á milli húsa og um Borgirnar og nokkrar lentu á þaki leikskólans Lækjarbrekku. Veiðitímin hefst eftir viku og einungis má hver veiðimaður veiða 7 stk, minn rjúpnakvóti er til sölu hæðstbjóðanda.

Orkubúið var að laga ljósastaur steinsnar frá kirkjunni. Og gatnagerðarframkvæmdir eru að hefjast við Miðtún enda er búið að reisa stórt parhús við götuna þannig að þá verður gatan að vera klár þegar fólk flyst í húsin sem eru að eg held til sölu en verðið á þeim?