27.10.2007 22:41

Vegagerð í Arnkötludal.



Þá er nú liðin hálfur mánuður síðan að eg fór síðast á vegagerðarslóðir í Gautsdal og Arnkötludal. Vegurinn í Arnkötludal er nánast komin á lálendi og samkvæmt skilti sem eru sett upp skammt frá vegstæðinu er búið að gera akfæran veg nánast hálfa leið af verkinu eða um 12.200 km, þannig að það ætti að nást að gera þenna veg akfæran fyrir næsta haust 2008. En þrátt fyrir það er eg ekki sáttur við vegstæðið efst í Arnkötludal. Eg tók nokkur vídeo skot af þessari ferð minni í dag en eg kem þeim ekki inná síðuna vegna bilunar í vefstjórn 123.is, en myndskotin verða birt um leið og það verður búið að laga bilunina.