30.10.2007 22:57
Snjórinn er hvítur en klessan er brún. Ógeð.
Það var eftirtektarvert þegar snjó tók að festa hér á Hólmavík og hvert sem litið var voru brúnar hrákaklessur ofaná hvíta fallega snjónum, þó sérstaklega á gangstéttum og í húsaskotum og görðum. Eg er að tala um svonefnt MUNNTÓBAK sem ansi margir ungir sveinar eru farnir að iðka þessa iðju með bölvuðum óþrifnaði sem fylgir þessum andskota. Þegar þetta er skrifað laust eftir kl 22.30 og úti er veður vont, svælings bylur og væntanlega stittir upp og lagast veðrið seint á morgun samkvæmt veðurspá má maður búast við brúnum munn hrákaklessum út um allar götur og stéttir.
Eg er yfir mig undrandi á þessum bölvuðum ófögnuði og óþrifnaði hjá þessum ungu myndar piltum. Þeir þurfa ekki að halda það að þeir njóti meiri kvenhylli með þessari sóðalegri iðju sinni. Eg get ekki ímundað mér það að nokkur stelpa eða stelpur bíti á bragðið hvað þá útþanda efri vörina eins og hún sé að springa af bévætis óþverra. Eg mæli eindregið með því að skólayfirvöld hér á Hólmavík og foreldrar taki þessa sveina á teppið og tali yfir hausamótunum á þeim, sem eru á aldrinum 10 til 15 ára, og útskýri fyrir þeim um hvað málið snýst og hana nú. Hérna eru nokkur orð um þennan bölvaða óþvera, lesið. Munntóbak aubjakk. lydheilsustöd munntóbak. Íþróttir og munntóbak.