01.11.2007 22:57
Fyrsti dagur rjúpu var í dag.
Í morgun rann upp fyrsti dagur rjúpnaveiðar á Íslandi á þessu ári, veiðiveður var gott, frost og smá gola og örlítin snjóhjúp yfir landinu. En vindáttin var að mínu mati ekki hentug. En ekki veit eg hvernig og eða hvort rjúpnaskyttur hafi fengið einhverjar rjúpur. En allavega voru talsvert margir bílar uppá Borgarbrautinni í morgun sem segir manni einhvað og uppá Bassastaðarhálsi um hádegisbilið voru þar tveir jeppar út í kanti, og inní Staðardal eru veiðimenn í tveimur húsum. En eg held að veiðimenn hafi lítið sem ekkert fengið í dag, það er mín tilfinning.