06.11.2007 09:54
Starfsmenn Grunnskólans á Hólmavík afþakka styrk.
Borist hefur bréf frá starfsmönnum Grunnskólans dags. 24. október 2007 þar sem veittum styrk að fjárhæð 1.500 kr. pr. mann til kaupa á flíspeysum er hafnað vegna skilyrða sveitarstjórnar um að peysurnar verði merktar Grunnskólanum. Þá er einnig gefin sem skýring að sveitarstjórn var ekki sammála við afgreiðslu málsins sem sýni vilja og viðhorf sveitarstjórnar gagnvart starfsmönnum, hræðslu sveitarstjórnar við almenningsumræðuna, skorti á starfsmannastefnu og þakklæti til starfsmanna sem mætti koma fram í jólakortum, jólagjöfum og að árshátíð sé haldin fyrir starfsmenn með pompi og prakt. Í lok bréfsins er kallað eftir umræðum hjá meiri- og minnihluta og óskað eftir svari vegna þeirra efnisatriða sem fram koma í bréfi þeirra, en undir bréfið skrifa allir starfsmenn skólans að skólastjóra undanskildum. Sveitarstjórn þakkar ábendingarnar og mun taka þær til greina og mun vinna að gerð opinberrar starfsmannastefnu. Samþykkt samhljóða. Heimild (fundagerð) Sveitarstjórnar Strandabyggðar 30 október 2007.