07.11.2007 23:03
Lítilsháttar hugleiðingar um jarðarverð á Ströndum sem fer ört hækkandi.
Fyrir örfáum árum hefði fáum eða jafnvel engum dottið í hug að söluverð jarða í Strandasýslu mundi seljast innan fárra ára á tugir miljóna. Í Kaldrannaneshreppi fyrir nokkrum árum og sömuleiðis í fyrrum Fellshreppi seldust jarðir á rúmar tuttugu milljónir, önnur jörðin að mig minnir var seld án kvóta. Og í hinum forna Nauteyrarhrepp seljast jarðir nálægt 100 miljónum, og í Kollafirði hefur jarðarverð margfaldast. Í dag var opnað tilboð í jörðina Kollafjarðarnes sem var í eigu Ríkisins og hæðsta boð í jörðina var 67,7 milljónir staðgreitt. Og það komu 30 tilboð í Kollafjarðarnesið sem telst gríðalegur fjöldi sem hefur áhuga á að eignast jarðarskika. En skráður tilboðsgjafi/kaupandi að Kollafjarðarnesi er Kirkjuhóll ehf. Þetta segir manni það að áhugin er mikill að komast yfir jörð á Ströndum og jarðarverð hefur margfaldast á örfáum mánuðum. Svona að endingu það væri gaman að vita það hvort tilvonandi eigandi á Kollafjarðarnesi hafi skoðað húsakostin áður en hann gerði tilboðið, ekki veit eg um það.