12.11.2007 23:23
Frétt nú rétt áðan í rúv um loftþrýsting í hjólbörðum.
Fréttin á rúv fjallaði um norska könnun sem var gerð hvort loftþrýstingur í hjólbörðum hefði einhver áhrif á eyðslu bifreiða. Samkvæmt þessari könnun ef loftþrýstingur á meðal stórum fólksbíl til dæmis 25 pund þá eyddi hann 15% meira bensíni ef loftþrýstingur væri 33 pund. Nú spyr eg þessa könnunarfræðinga sem örugglega ekki skoða þessa síðu eftirfarandi þetta. Í fyrsta lagi að hafa loftþrýsting í meðalstórum hjólbarða sem er undir fólksbíl yfir 25 pundum og þar fyrir er nú ekki gott, bíllinn verður rásgjarnari á malarvegum og þar af leiðandi mun erfiðara að stjórna honum. Og ef menn vilja losna við naglana þá er kjörið að hafa loftið í hjólbarðanum um 20 pund. Við akstur eykst þrýstingur í dekkjunum um allt að 5 pundum, þannig að 25 punda þrýstingur verður þá þrýstingur komin eftir skamma stund komin í 30 pund. 15 punda þrýstingur er kjörin fyrir hálku og þar undir. Þannig að eg er alslkostar ekki hrifin af svona könnun sem gerir örugglega suma áhrifagjarna ökumenn stórhættulega í umferðinni. Þá sé ekki talað um bullið með 17, 18 og jafnvel 19" dekkin sem ætti að mínu mati að banna, minni fjöðrun er í þeim dekkjum, enda er felgan stærri en miðja hjólbarðans ? fjöðrun hjólbarðans frá munstri að felgu er miklu minni. Fræðingar eru bara fræðingar, þetta er mín reynsla í gegnum árin sem eru orðin talsverð mörg. Eða skilur þetta nokkur? .