13.11.2007 22:44
Jónsvegrið sett á vegkantinn uppaf Kleifum. En ekkert vegrið sett upp í Kollafirði.
Í morgun voru starfsmenn vegagerðarinnar hér á Hólmavík að setja upp vegrið á vegkantinn uppaf Kleifum. Það er löngu þörf á því að setja á þennan vegarspotta vegrið. En að mínu mati eru staðir margfalt hættulegri en þessi ágæti staður sem vegagerðarmenn settu upp vegriðið í morgun. Í Kollafirði norðan megin frá þeim stað sem Hólmavíkurhreppsskiltið var utanvert við Forvaðan og innfyrir Hlíð er miklu hættulegri staður, sennilega er þessi kafli hættu mesti staðurinn frá Brú í Hrútafirði og norður undir Kaldbakshorn. En forgangsröðin er klárlega röng. Þessvegna eins og einn starfsmaður Vegagerðarinnar sagði í morgun að þetta væri Jóns vegrið, örugglega er það réttnefni. En eins og áður sagði, þá vantar annað Jónsvegrið og það strax í Kollafjörðinn.