26.11.2007 23:12

Strandavegur 643, Drangsnesvegur útboði sennilega frestað.

Mynd númer 56

Öllum líkindum mun Vegagerðin ekki bjóða út þann kafla sem er merktur fyrirhuguð útboð Strandavegur (643),Drangsnesvegur sem er merkt í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að eigi að fara í útboð 2007. Eftir því sem eg kemst næst ef það er rétt að eigi ekki að bjóða út þetta verk fyrr en á vordögum 2008, og líka vegna þess að í Vegagerðinni (topparnir) eru ekki sammála kvaða leið eigi að fara. Það eru þrjár leiðir sem koma til álita, að endurbyggja þann veg sem er nú til staðar, eða að hafa vegin nánast á sama stað en þó ekki alveg og þriðji kosturinn og sá besti að vegurinn verði nánast allur lagður í fjörunni, frá Svörtubökkum sem eru fyrir framan Hrófberg og yfir Hrófbergsósin og fyrir neðan Stakkanes og Grænanes og kemur svo uppá Grænanesmelana. Síðasti kosturinn er lántum bestur sem kostar að gera þurfi nýja brú á Staðarána. En ég er ekki sáttur við ef það reynist rétt að þetta verk verður ekki boðið út fyrr en á vordögum 2008, eða breitir það nokkru? .