06.12.2007 22:43
Þúsundþjalasmiður er aldrei ráðalaus í Ráðaleysi.
Hann Hafþór Þórhallsson fjöllistamaður eða bara þúsundþjalasmiður ræðst á garðinn þar sem hann er ekki lægstur. Hann hefur ákveðið í nánu samráði við eiganda Ráðaleysis sem er Ksh að gera upp vestasta hluta húsins og ætlunin er að hafa þar handverksmiðju og verslun. Og meiningin er að vera búin að gera allt klárt fyrir næsta sumar 2008. Það var hugur í kalli þegar eg hitti hann um miðjan dag í dag. Og hann var svo ánægður með það að hafa farið út í þetta og kvað Ksh stjórin tók vel í hans bón. Og einnig er Hafþór mjög ánægður með það að húsið Ráðaleysi er á góðum stað, Kaffi Riis innan seilingar, sömuleiðis Galdrasafnið og Hólmadrangur hf og ekki má gleyma beitningarmönnunum sem eru einungis hinu megin við vegginn. Og í svona framhjáhlaupi þá má ekki gleyma því að fyrir sléttu ári síðan þegar átti að rífa gömlu slökkvustöðina (barnaskólann) þá var Hafþór einn af þeim sem vildi láta gamla skólan endurlífgast upp á nýtt með einhvernskonar handverkssmiðju. Næst á dagskránni er að endurvekja líf í vatnstankin sem er á frábærum stað fyrir svo sem lítið og nett útsýniskaffihús.