21.12.2007 21:50
Flóra náttúrunar í dag, og byggingar á Hólmavík.
Þegar ég var að koma í morgun til Bassastaða þá var mér litið til himins og þá sá eg 30 til 50 gæsir í oddaflugi yfir Bassastöðum og það í desember og stefnan á þeim var í áttina inn Selárdalinn. Eg hef aldrei á minni löngu ævi séð gæsir á flugi yfir Steingrímsfirði og það 21 desember. Hvað er að ske? . Og líka annað í dag sá eg fleiri farfugla á flugi á minni póstleið. Í Miðdal sá eg hrossagauk og heiðlóu í vetrarbúning og í Kollafirði sá eg nokkra skógarþresti á sveimi. Allt er þetta furðulegt. Farfuglar eiga að vera á sínum vetrarstöðvum á þessum tíma. En ekki má gleyma því að að á morgun 22 des er Vetrarsólstöður og 23 des fer sól aftur að rísa og vor og sumar er rétt hinumegin við hornið. Svona var dagurinn í máli og myndum hjá mér í dag.