26.12.2007 22:45

Frá fundi Sveitarstjórnar Strandabyggðar 14 desember síðastliðin.

Mynd númer 1

Beiðni frá formanni HSS um viljayfirlýsingu sveitarstjórnar Strandabyggðar við HSS til að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Hólmavík árið 2010.
Borist hefur beiðni dags. 21. nóvember 2007 frá formanni HSS um viljayfirlýsingu sveitarstjórnar Strandabyggðar við HSS til að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Hólmavík árið 2010. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að senda viljayfirlýsingu Strandabyggðar vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Hólmavík 2010 til formanns HSS. Tilvitnun lokið.
Verður unglingalandsmót UMFÍ hér á Hólmavík 2010? . Héraðssamband Strandamanna (HSS) að mér skilst sé búin að sækja um að halda unglingalandsmót 2010 og hafi eins og sést hér ofar skrifað bréf til Sveitarstjórnar Strandabyggðar því lútandi. Og samkvæmt lauslegu athuguðu máli er nánast allt til reiðu hér eða við Hólmavík sem varðar svona mót til þess að hægt sé að halda það. Eg hvet alla að kynna sér þetta mál og það með réttu hugarfari. Ef svona mót verður haldið hér á Hólmavík sumarið 2010 þá mun það vera mikil vítamínsprauta, bæði fyrir æsku Strandabyggðar og allt sveitarfélagið í heild.