13.01.2008 22:27
Rölt um Þiðriksvallarvatn þegar myrkur var að skella á.
Af og til fer eg uppí Þiðriksvallardal á mínum tveimur til að skoða einhvað nýtt í hverri gönguferð um dalin og vatnið sem er núna vel frosið og er öruggt til að ganga á. Alltaf í hverri ferð sér maður einhvað nýtt. Þar eru skúltúrar og listaverk útum allt vatn. Eg komst ekki yfir nema smá brot nú áðan að mynda þessu fallegu verk sem eru að myndast á degi hverjum. Eg valdi skuggan og dimmuna myndanna vegna sem koma mjög skemmtilega út. Og eg sé allskonar hausa og andlit og hvali og hraðbát ef vel er gáð í þessar skugga bláu myndir. Kíkið á þennan tengil, fleiri myndir.