14.01.2008 22:37
ST 2 ehf bætir við flotann.
Rétt fyrir síðustu jól kom til heimahafnar á Drangsnesi hraðbáturinn Venni Gk 166, og það eru útgerðarhjónin Friðgeir Höskuldsson og Sigurbjörg Halldórsdóttir á Drangsnesi sem nú í haust keyptu þennan bát. Þetta er vel búin bátur sem útgerðarbændurnir til sjávar og sveita hafa keypt, og hann mun fara á grásleppuveiðar á komandi vori. Og innan nokkra daga fær þetta nýja fley nafnið Sigurey ST ? . Og auðvitað óskar síðustjóri 123.is/hólmavík útgerðarhjónunum til lukku með þetta glæsilega skip.