15.01.2008 22:42

66 millur í veg nr 643.

Mynd númer 187

Í dag var mér tjáð það í gildandi vegaáætlun væri klausa um það að það væri komið inní vegaáætlununa 2007 til 2010 að 66 milljónum yrði varið í veginn yfir Bassastaðarháls og að Bjarnarfjarðarbrúnni. Það hefur staðið til að gera nýja brú yfir Bjarnarfjarðarána því að þessi brú sem ekið er yfir er orðin burðarlítil. Brúin þolir víst ekki fulllestaða vörubifreið á 10 hjólum ef hún er með boddý, þó að veghefillinn með öllum búnaði sé álíka þungur og vörubíllin þá stransportar hann yfir brúna öllum tímum sólarhrings. En án gríns er löngu komin tími á að gera nýja brú á Bjarnarfjarðarána og veg yfir Bassastaðarhálsinn sem er löngu orðin gjörsamnlega handónýtur. Þetta verk sem áður er getið um mun vera boðið út í sumar, þó að maður hafi ekki séð það í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar sem var borið í hús í dag.