17.01.2008 23:04
Gatnaframkvæmdir á Hólmavík og Nauteyri á 200 millur.
Í blaðinu Gagnvegur sem kom út í dag er greint frá því hvað væntanlegar gatnaframkvæmdir á Borgarbraut og Kópnesbraut muni kosta, um 200 milljónir (vaaá) . Og til að fjármagna þessar framkvæmdir er nefnt að það sé stefnt að selja jörðina Nauteyri í djúpi á þá væntanlega á 200 milljónir? Til að fjármagna þessar framkvæmdir . Þetta eru svakalega háar tölur ef þær eru þá réttar sem eg veit ekkert um. Og í þessu ágæta blaði kemur líka fram að það sé ekki enn búið að ákveða hvað verður gert með Bröttugötu og árekstrarhúsið sem ritstjóri Gagnavegs lenti á hér um árið, sem fleiri hafa gert líka. Haustið 2006 var allt vitlaust hér á Hólmavík út af gamla barnaskólanum sem átti að rífa og vegur að koma í staðin fyrir hann. Í skyndi var aumingja hjallurinn skyndifriðaður af spilltum húsafriðunarpostulum sem þykjast ráða yfir öllu. En hvað hefur verið gert síðan? Ekki neitt. Skólahjallurinn og litla græna árekstrarhúsið er enn á sínum stað. Ef á að koma skynsamnlegur vegur um Bröttugötu þá verða þessi ónýtu fyrrnefnd hús að fara. Eg sé engan tilgang með því að hafa þessa hjalla sem gera engum neitt gagn. Og í endirin þetta. Ef þessi framkvæmd sem er nefnd í Gagnvegi kosti litlar 200 miljónir þá hlítur sveitarstjórn Strandabyggðar að bjóða verkið út á almennum markaði, annað væri glapræði. En hvort Nauteyri muni fara á 200 millur finst mér afar hæpið þó að þar sé heitt vatn í jörðu.