20.01.2008 22:23
Frábært útivistar og sleðaveður í dag.
Eg ætlaði að vera komin tímanlega á skíðamót sem var auglýst í gær á Strandavefnum sem átti að vera kl 14.00 á Þiðriksvallarvatninu. Þegar eg kom uppað Þiðriksvallarvatninu var þar engin keppandi aðeins einn bíl að sjá við vatnið, sem var lögreglan að kanna sjáanlega ísin á vatninu. Þannig að eg sló í klárinn minn sem tók vel við sér og við brunuðum frameftir fallega vatninu og uppá fjall sem við fórum á örskömmum tíma. Sum sé eg missti af skíðamótinu sem var fært til sem eg skil ekki. Þykktin á ísnum er vel á annað fet sem mundi þola þungan jeppa. Það er bara þeirra mál sem ráða þessu. En eg sum sé fór uppá svonefnda Laxárdalsheiði sem er uppaf Grímsfelli, Grímsgil er rétt fyrir framan Þiðriksvallarvatnið. Og ef Óskar Kristinsson Drangajarl sér þetta þá er nægur snjór þarna uppi til að fara frá Þröskuldum og til Steingrímsfjarðarheiðarinnar og örugglega lengra. Þannig að eg fór langleiðina yfir í Bæjardal í Reykólasveit. Bæjardalsheiði er sunnanmegin við Laxárdalsheiðina. Útsýnið þarna uppi er mikið ef skyggni er þá gott.