22.01.2008 23:12
Var 1. apríl í gær? . Getur svona lagað gerst eins og hér í Strandabyggð?
Það hefði mátt halda það að 1. apríl hefði verið í gær. Ég kveiki stundum á sjónvarpinu rétt fyrir hálf sjö, sum sé á Stöð 2. Á Stöð 2 var Þorfinnur Ómarsson þáttarstjórnandi að tilkynna það að borgarstjórn Reykjavíkur væri fallin og að Ólafur F.Magnússon yrði næst borgarstjóri. Ég hugsaði með mér um smá tíma heyrði ég rétt eða hef ég misst úr rúma 2 mánuði, væri komin 1. apríl?. Ég var kjaftstopp. Ég hljóp inn í tölvu og kannaði á netinu hvort þetta væri sönn frétt, mikið rétt, þetta var eftir allt saman satt, sönn leikflétta tveggja manna. Og mjög keimlíkt leikrit sem fráfarandi borgarstjórn gerði fyrir rúmum 100 dögum.
Og í framhaldi af þessum ósköpum sem skeðu í borg óttans spyr ég mig að þeirri spurningu getur svona lagað skeð hér eins og í litla hreppnum Strandabyggð? . Líkurnar eru kanski ekki miklar en eins og máltakið segir ef viðkomandi aðili/ar hafi eða hafi haft einbeittan brotavilja þá væri það örugglega hægt. En hvort sá brotavilji sé fyrir hendi eins og hér í Strandabyggð finnst mér afar hæpið. Sveitarstjórnarmenn og allar undirnefndir sveitarstjórnar hafa engin völd á einu eða neinu, svo er nú þannig í svona litlum hreppum eins og Strandabyggð er mjög erfitt að fá fólk til starfa í fyrrnefndum nefndum. Að vera í sveitarstjórn er ekkert annað en vesen og oftast bölvuð leiðindi rex og pex og ef til vill? mikið umtal fyrir viðkomandi. Þannig að ég tel nánast engan möguleika á því að við sem eigum heima í Strandabyggð fáum nýjan meirihluta og kannski sveitarstjóra fyrr en á vordögum 2010.