29.01.2008 23:04
Bókin Strandir, byggðarsaga Strandamanna kostar á 3 tug milljóna.
Áreiðanlegar heimildir sem ég hef aflað mér varðandi bókina Strandir, byggðarsaga Strandamanna er nánast stopp vegna mikla skulda við vinnslu bókarinnar sem er búin að taka 12 til 15 ár að gera og ekki allt búið enn þó að bókin sé sögð klár til prentunnar ár eftir ár. Aðeins nánar með bókina. Sá aðili sem ber alla ábyrgð á bókinni fjárhagslega er Búnaðarsamband Strandamanna og mínir heimildarmenn hafa tjáð mér það nú síðustu daga að kostnaður vegna útkommu bókarinnar sem enn er ekki komin út sé komin vel yfir tuttugu milljónir. Og ekki nóg með það, samkvæmt fundargerð sem birt var í fréttabréfi RHS í maí 2006 er eftirfarandi tekið skírt fram vegna væntanlegrar sameiningar BSAH , BSVH við Búnaðarsamband Strandamanna að aðilar eru sammála um að aðild Búnaðarsambands Strandamanna og fjárhagsleg ábyrgð þess á útgáfu Byggðasögu Strandamanna, sem nú er á lokastigi, yfirfærist á engan hátt til hins nýja Búnaðarsambands, tilvitnun líkur. Þannig að það var stefnt að því að BSAH og BSVH mundu sameinast við Búnaðarsamband Strandamanna um áramótin 2006 en það var ekkert úr því og málinu frestað til næstu áramóta 2007, en eftir þeim heimildum sem ég hef fengið nú síðast í dag vildu austan Búnaðarfélögin BSAH og BSVH ekki taka við þeim skuldum sem fylgdu Búnaðarsambandi Strandamanna vegna óútkommnu bókarinnar Strandir, Byggðarsaga Strandamanna við Sparisjóð Strandamanna hér á Hólmavík.
Eins og gefur að skilja fer Landpóstur fimm daga vikunnar um sveitir Strandasýslu að hluta til og það verður að viðurkennast að fólk spyr mig um þessa Strandabók sem er búin að þvælast á milli manna vel á annan áratug og ég spurði síðast um bókina síðasta vor 2007 og þá var mér tjáð það að hún væri sennilega að fara í prentun eftir nokkrar vikur. Þannig að ég get ekkert sagt fólkinu annað en þetta. Ég og flestallir Strandamenn vorum boðaðir í myndatöku hér á Hólmavík sennilega var það 1994 og ég og allir þeir sem voru myndaðir á þessum tíma orðnir talsvert breyttir í útliti og sumir í vexti og nokkrir dánir og sumir hafa skilið og börn hafa fæðst og fólk flutt á milli staða þannig að þessi bók Strandir 2 sem vonandi kemur út áður en eg hrekk uppaf muni þá seljast vel sem ég tel afar hæpið miðað við hve langan tíma hefur tekið að gera bókina. Eg bara sypr..