04.02.2008 23:01
Styttri leiðin til Bjarnarfjarðar er nánast ófær óbreyttum jeppum.
Í dag eins og 5 aðra daga vikunnar fer eg fyrst út á Drangsnes og svo til Bjarnarfjarðar alltaf í kaffi til Dísu minnar í Odda og svo áfram áleiðis til Hólmavíkur ef Bassastaðarhálsinn er fær. En í Odda frétti eg það að jeppi hefði fest sig á hálsinum í gær, og eg var á blámann litla einsdrifs bílnum og eg kíkti fram að Skarðklifi og snéri þar við, sennilega afar hæpið að komast niður klifið hvað þá aftur upp. Þannig að eg snéri við og fór útfyrir aftur sem lengir leiðina um 27 km. Og eins og veður er núna þá mun ekki batna færið yfir hálsinn.
Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar sem kom innum bréfalúguna í dag er í dálknum fyrirhuguð útboð 2008, verknúmer 08-015 Strandavegur (643) í Bjarnarfirði. Vegagerðin er að segja það að það eigi sum sé að bjóða út verk í Bjarnarfirði, sennilega er það kaflinn frá Bjarnarfjarðarbrúnni og framundir Skarð, plús það verður að byggja nýja brú, gamla er sögð ónýt. Eg er efins um það að þetta verk sem er auglýst í framkvæmdafréttum verði boðið út í vor, eins og manni er sagt, kanski þegar sumri fer að halla þá verður sagt, verkið er ekki klárt vegna þess að það vantar fjármuni í veg og eða brúna. Samanber sem er að ske núna með vegarspottann sem er komin á útboðslista Vegagerðarinnar ? 07-086 Djúpvegur Drangsnesvegur (643). Að öllum líkindum verður einungis kaflinn frá Selá og útfyrir Bekkina boðin út í ár. Ástæðan er sögð vera sú að það vanti um ca 80 milljónir í nýja brú á Staðará. Væntanlega mun það ef þetta er rétt kosta það að kaflinn frá Staðarárbrúnni og út að Selá sitja á hakanum eins og hann hefur verið í áratugi. Og enn og aftur ef þetta er þá rétt? sem eg vona svo sannarlega ekki, þá er þetta mikil skömm fyrir þá ráðamenn sem hafa prédikað yfir okkur með allskonar loforðum um nýja vegi þar og hér ásamt mörgu öðru svo sem betri útvarps,net, gsm og sjónvarpsendingum svo sem í Bjarnarfirði og víðar sem eru ráðamönnum til háborinnar skammar.