07.02.2008 23:09
Snarbrjálað veður í dag.
Öfgakennt veðurfar. Í morgun í birtingunni var skaplegt veður en var farið að ganga á með vestan snjóhriðjum og þó nokkru roki þannig að skyggnið til aksturs eftir kl 11.00 var sumstaðar lítið sem ekki neitt. Þannig að skyggni fyrir norðan Bakkagerði var þegar eg var þar núll metrar og komin talsverður skafl við beygjuholtið uppaf gömlu fjárhúsunum, þannig að það er lágmark að maður sjái vegin og eg bara snéri við og fór til Hólmavíkur. Og aðalævintýrið var eftir, svipað og meðfylgjandi mynd sýnir, sem eg fékk lánaða hjá 4x4 klúbbnum. Í Miðdal við bæinn Gröf gerðist svolítið skondið vegna stórhríðar sem var þar og annars staðar, þannig að þegar eg fór frá Grafarbænum hjá Reynir og Steinu tók eg ekki alveg rétta stefnu uppá vegin, aðeins of mikið hægra megin við vegin þannig að bíllin fór nánast á kaf í snjó. Jeppin hjá Reyni haggaði ekki bílnum, þá sótti hann traktorin sem með nokkrum mjúkum rykkjum fór bíllin að mjakast aftuábak og uppá hlaðið. Takk Reynir. Þetta er með mestu festum sem eg hef lent í á mínum langa akstursferli sem eru orðnir nokkrir áratugir. En vonandi verður betra veður á morgun þannig að maður komist í Bjarnarfjörðin og að Vegagerðin verði búin að opna þangað þegar eg mæti á svæðið. En veðurspáin fyrir helgina er frekar dapurleg, rok og aftur rok. . Hér er veðurspáin frá veðurstofu Íslands.
Mynd frá 4x4.is