08.02.2008 22:40
Póstferð á sleða til Bjarnarfjarðar.
Eins og eg sagði í mínum rokbylspistli í gær þá var stefnt að því að komast til Bjarnarfjarðar í dag og það tókst, en ekki á bíl en á snjósleða. En eg gerði heiðalega tilraun í morgun að komast frá Drangsnesi og til Bjarnarfjarðar en eg komst rétt norður fyrir Sléttuvík uppá hæðina sem halla fer ofaní Kelduvíkina. Skaflin er svosem ekki þykkur en hann er helvíti langur niður brekkuna. Það hefði verið talsvert basl að skakast það, það hefði ekki verið nóg. Uppaf gömlu fjárhúsunum á Kaldrannanesi er komin nokkuð stór hryggur sem hefði stoppað mig. Þannig að eg snéri við og skutlaðist til Hólmavíkur og náði í snjósleðan minn og fór með póstin til íbúana í Bjarnarfirði.
En hitt er annað að mér finst helvíti hart að vegagerðin skuli ekki nota tækifærið að moka frá Bakkagerði og til Bjarnarfjarðar og það í hláku, er að mínum dómi ekki hægt að líða. Opnunardagar frá Bakkagerði og til Bjarnarfjarðar er á mánudögum og miðvikudögum. En samt finnst mér að það eigi að vera hægt að hnika til með þessar opnunarreglur og hvað þá að nota tækifærið í hlákunni og opna þessa fáu kílómetra sem um ræðir sem eru ca 15. Það býr líka fólk í Bjarnarfirði er það ekki? .