09.02.2008 22:23
Vasagöngumenn og fleiri æfa stíft.
Eftir rúmlega hálfan mánuð fara til Svíþjóðar tveir skíðagarpar frá Ströndum þeir Rósmundur Númasson og Birkir Stefánsson sem munu keppa í svonefndri Vasagöngu sem er sögð vera strembin og erfið og vegalengdin minnir mig sé 90 kílómetrar. Þessir áðurnefndu garpar ásamt tveimur öðrum voru í dag að æfa fyrir Vasagönguna við flugvöllin sem er hér ofan Hólmavíkur. Eftir þeim heimildum sem eg hef þá munu þeir félagar Birkir og Rósmundur vera í ráshóp 10. Þá er bara að fylgjast með þeim félögum og 48 öðrum skíðagöngugörpum, sem fyrir Íslands hönd munu keppa í Vasagöngunni 2008.