29.02.2008 23:21
Hundalíf á Hólmavík.
Eg hef oft velt því fyrir mér hvaða þýðingu það hefur fyrir eiganda smáhunds að hafa hann í eftirdragi í hálsbandi gjammandi í allar áttir út um borg og bæ. Á þetta að vera flott fyrir viðkomandi hundeiganda að dröslast með hann í bandi á götum Hólmavíkur? svarið er afar einfalt stórt NEI. Að sjá hundaeigandafólkið dröslast með hundkvikindið út um allar götur og líka í bílum er alveg hræðilegt á allan hátt. Þetta smáhundakyn er með öllu óskiljanlegt á Íslandi. Sú hundategund sem hefur reynst hefur okkur Íslendingum best í gegnum árin er Íslenski fjárhundurinn. Íslenski fjárhundurinn er sú hundategund sem hefur þjónað okkur Íslendingum langtum best frá landnámi Ísland. Smáhundana og gjamm þeirra vil eg af götum Hólmavíkur fyrir sumardagin fyrsta 2008.
Þetta er eini sanni Íslenski hundurinn.
þetta er gjammhundurinn óurlegi.
Þetta er eini sanni Íslenski hundurinn.
þetta er gjammhundurinn óurlegi.