07.03.2008 22:51
Hvað er að ske, mokað norður í Árneshrepp í dag.
Í morgun lagði af stað norður í Árneshrepp veghefill frá Vegagerðinni hér á Hólmavík til að opna vegin. Ekki hefur verið til siðs að moka norður í Árneshrepp á vetrarlagi og það í byrjun mars. Það kvu hafa komið skipun frá hæðstráðanda að láta moka norður í Árneshrepp, hver er þá hæðstráðandi á þeim bænum er það vegamálastjóri? eða er það Samgönguráðherra vegamála á fróni, sennilega er það rétta svarið, skák og mát. En kanski hefur rafvirkjameistarinn hann Viggi sem hefur verið undanfarna daga að vinna í Norðurfirði ásamt Palla frá Reykjarfirði sem flaug suður í gær hafi sterk ítök í ráðuneyti Samgöngumála og skipað vegamálastjóra að láta moka norður í Árneshrepp, sennilega er þessi tilgáta röng, en Árneshreppingar hafa eignast sinn Bobby Fiscer sem er ofarlega í stiga Samgönguráðherra og sennilega er sú tilgáta líklegust og er góð á allan hátt og er gott mál. Ekki veitir af að moka norður í Árneshrepp, ekki endilega fyrir Vigga, hann hefði alltaf getað brunað yfir Trékyllisheiðina á sínum fjallabíl, en vonandi er Viggi komin heim í Lækjartúnið. En til hamingu Árneshreppsbúar með þennan happavinning að fá þennan skáldsagnarmann í sveitina ikkar, það gerist vart betra þó að vegurinn endi í Ófeigsfirði eins og málin standa núna. Skák og mát.
Skarðsklif í Bjarnafirði í dag.
Skarðsklif í Bjarnafirði í dag.