08.03.2008 20:23

Strandagangan á morgun sunnudag.

Á morgun sunnudag kl 12.20 hefst Strandagangan. Það er búið að búa til skíðagöngubraut hér rétt við Hólmavík fyrir þá sem fara styst. En þeir sem fara í 20 km gönguna byrja innvið Víðivelli í Staðardal og ganga svo til Hólmavíkur. Hann Ragnar Bragason skíðaforkólfur á Ströndum og garpur míkill frá Heydalsá var í dag á snjóbílnum hans Magnúsar á Stað að búa til skíðabrautina frá Víðivöllum og til Hólmavíkur. Og þá er um að gera að hvetja skíðagöngugarpana á morgun og fylgja þeim frá Staðardalnum og til Hólmavíkur sum sé þeim sem fara 20 km, en hina sem verða rétt innan seilingar frá Hólmavík (1 km, 5 km og 10 km). Allir út á morgun og hvetjum Strandagöngufólkið, ekki veitir af og höfum gaman af þeirra tilburðum. Strandagangan birjar kl 12.20 Nánar um Strandagönguna hér. 

Mynd númer 320

Mynd númer 319

Mynd númer 321

Mynd númer 322