08.03.2008 20:23
Strandagangan á morgun sunnudag.
Á morgun sunnudag kl 12.20 hefst Strandagangan. Það er búið að búa til skíðagöngubraut hér rétt við Hólmavík fyrir þá sem fara styst. En þeir sem fara í 20 km gönguna byrja innvið Víðivelli í Staðardal og ganga svo til Hólmavíkur. Hann Ragnar Bragason skíðaforkólfur á Ströndum og garpur míkill frá Heydalsá var í dag á snjóbílnum hans Magnúsar á Stað að búa til skíðabrautina frá Víðivöllum og til Hólmavíkur. Og þá er um að gera að hvetja skíðagöngugarpana á morgun og fylgja þeim frá Staðardalnum og til Hólmavíkur sum sé þeim sem fara 20 km, en hina sem verða rétt innan seilingar frá Hólmavík (1 km, 5 km og 10 km). Allir út á morgun og hvetjum Strandagöngufólkið, ekki veitir af og höfum gaman af þeirra tilburðum. Strandagangan birjar kl 12.20 Nánar um Strandagönguna hér.