09.03.2008 20:26

Strandagangan var gengin í dag.

Mynd númer 13

Mynd númer 21

Um kl 13.00 í dag hófst Strandagangan á Hólmavík og við Víðivelli í Staðardal. Það var frekar leiðindarveður þó sérstaklega í Staðardalnum þar var talsverður skafrenningur með stinningsstrekkingi. Ef eg hef talið rétt þá lögðu af stað í 20 km gönguna, 16 keppendur og örugglega allir skiluðusér í markið á Hólmavík. En Vasagöngufarinn hann Birkir Þór Stefánsson frá Tröllatungu tók stóru nöfnin sem hafa verið að sigra flest mótin á undanförnum vikum hreinlega í nefið. Eg fylgdist með fremstu görpunum frá Víðivöllum og alveg til Hólmavíkur og það var ansi gaman af því, og vonandi verður þetta fyrirkomulag endurtekið sem oftast. Klikkið hér á myndir frá göngunni.