12.03.2008 22:44
Fýllinn er komin í klettanna.
Fýllinn er komin, er þá ekki vorið að koma. Á mánudaginn var 10 mars, tók eg eftir því að fýllinn er komin í klettana í Hvalsárhöfðanum og sömuleiðis í klettana á Nesströndinni. Og í dag sáust á Vestfjörðum svartþrestir. Og líka í dag hringdi húsfrú í mig sem var að ferðast um Tungusveit og var að spurja mig hvort eg hafi séð gæsir í mínum póstferðum, eg sagði henni að eg hafi engar gæsir séð sem er rúmlega mánuði fullsnemmt, en þessi húsfrú var ekki viss hvort að þetta hafi verið skarfar? . Skarfar fljúga líka í oddaflug eins og gæsir gera en vængatökin eru allt önnur, mun hægari. Þannig að svartþrestir geta væntanlega sést hér við fjörðinn á næstu dögum þá er bara að gefa þeim rauð epli með spotta hangandi í tré, akkúrat tré í garðinum mínum, margra epla tré.