16.03.2008 21:56
Smá sleðarúntur í dag, á smala og refaslóðir Bassa.
Í dag var mér boðið að koma í smá sleðaferð fram í Hvannadal. Það var sjálfur Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum (Bassi) ásamt sínum tengdasyni, honum Steina sem ætluðu að kanna hvort að kindur leyndust í Hvannadalnum. En þegar eg kom til Bólstaðar þá var þekkt refaskytta að skoða nýbyggða skothúsið hanns Bassa sem er utanvert við Bólstað, þessi þekkta refaskytta er kallaður Konni og var í sínu skothúsi síðastliðna nótt og hann sagðist hafa fengið 12 refi í nótt, í skothúsi sem hann er með í Laugarbólsdalnum, góð veiði ef satt er. En eg brunaði á undan Bassanum og tengdasyninum hans og fór eins langt á sleðanum og eg komst og snéri svo við, ekkert kvikt var að sjá á þessum slóðum, og fór svo upp með Heiðargötugilinu og fram brúnina þannig að eg sá ofaní allan Hvannadalin. En svo komu Bassarnir rjóðir og pattaralegir á svip og síðan var farið yfrí Sunndal og síðan heim. Þannig var sólskinsdagurinn hjá mér í dag.
Kringlugil.